Stúdentafélag Hólaskóla aðildarfélag að LÍS

Stúdentafélag Hólaskóla er nú formlega orðið aðildarfélag að Landssamtökum íslenskra stúdenta og mun héðan í frá hafa tvo fulltrúa í framkvæmdastjórn samtakanna. Hlutverk LÍS er að vinna að samræmingu gæðastarfs milli háskóla á Íslandi og standa vörð um hagsmuni stúdenta hérlendis sem og á alþjóðavettvangi.

Við erum stolt að geta tekið þátt í þessu góða starfi fyrir hönd Stúdentafélags Hólaskóla.

Á facebook síðu LÍS er eftirfarandi tilkynning frá 29.mars eftir nýafstaðið landsþing:

—-

Landsþingi LÍS var slitið formlega klukkan 18 í dag. Það var Nanna Elísa Jakobsdótti sem sleit þinginu en hún var í dag kjörin nýr formaður samtakanna.

Síðasta mál á dagskrá þingsins var fundur nýkjörinnar framkvæmdastjórnar en 9 fulltrúar stúdenta taka nú sæti í framkvæmdastjórn þar sem helmingur fulltrúa lýkur nú tveggja ára skipunartímabili sínu.

Þeir fulltrúar sem tilnefndir voru á þinginu og taka sæti í framkvæmdastjórn LÍS næstu tvö árin eru:
Þórunn Unnur Birgisdóttur fyrir Nemendafélagið á Bifröst
Guðbjörn Ólsen Jónsson fyrir Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri
Rebekka Líf Albertsdóttir fyrir Nemendaráð Listaháskóla Íslands
Jóhann Már Berry fyrir Nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands
Sigrún Dögg Kvaran fyrir Samband íslenskra námsmanna erlendis
Helga Lind Mar fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands [tímabundin skipun*]
Elísabet Erlendsdóttir fyrir Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík [tímabundin skipun*]
Helgi Sigurðsson fyrir Nemendafélag Hólaskóla**
María Gyða Pétursdóttir fyrir Nemendafélag Hólaskóla**

*Stúdentaráð Háskóla Íslands og Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík fengu frest til þess að tilnefna fasta fulltrúa til 1. maí þar sem kosningar eru nýafstaðnar í aðildarfélögunum og ný stjórn ekki haft umboð til að koma sér saman um fulltrúa.

**Nemendafélag Hólaskóla tilnefndi tvo fulltrúa á þinginu þar sem félagið var ekki fullgildur aðili að samtökunum fyrr en aðildarumsókn félagsins var samþykkt í upphafi landsþings. Við bjóðum Hólaskóla innilega velkominn í framkvæmdastjórn en fram að þessu hefur félagið átt áheyrnarfulltrúa í framkvæmdastjórn.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Nýr námsráðgjafi

Kæru samnemendur,

okkur til mikillar ánægju hefur tekið til starfa nýr námsráðgjafi sem hefur aðsetur hér heima á Hólum. Hún heitir Helga Konráðsdóttir og verður til taks á skrifstofu 208.

Símanúmerið er 455 6337 og netfangið namsradgjof@holar.is.

Endilega nýtið ykkur þá aðstoð sem hún getur boðið ykkur!

– Stúdentaráð

Posted in Fréttir | Leave a comment

Háskólafundur

Nú á dögunum var boðað til háskólafundar þar sem dagskráin var eftirfarandi:

Viðfangsefni: Niðurstöður kannanna um viðhorf nemenda til náms við Háskólann á Hólum.

1. Kynning á framkvæmd kannanna og megin niðurstöðum.

2. Kynning á niðurstöðum innan deilda.

3. Kynning sviðstjóra kennslusviðs á niðurstöðum í tengslum við gæðastarf skólans.

4. Umræður, umræður, umræður.

5. Önnur mál.

Á fundinum voru fulltrúar nemenda af öllum sviðum, ásamt stúdentaráði, og þökkum við þeim kærlega fyrir þáttökuna. Mikilvægt var fyrir okkur nemendur að sjá að niðurstöður kennslukannana um gæði kennslu og viðhorf nemenda til náms við skólann eru notaðar til þess að meta stöðuna eins og hún er og gera tillögur um það hvað mætti betur fara. Fundurinn fór að öllu leiti vel fram og í ljósi þess hversu mikilvægar niðurstöður þessara kannana geta verið hvetjum við alla nemendur til þess að svara kennslukönnunum sem lagðar hafa verið fyrir okkur á Uglunni.

Hér fyrir neðan er betri lýsing á hlutverki háskólafundar og hvernig að honum skal staðið.

4. gr. Háskólafundur
Háskólafundur er samráðsvettvangur háskólasamfélagsins þar sem fram fer umræða um þróun og eflingu háskólans. Háskólafundur mótar og setur fram sameiginlega vísinda- og menntastefnu háskólans að frumkvæði rektors. Háskólaráð getur leitað umsagnar háskólafundar um hvaðeina sem varðar starfsemi háskólans. Háskólaráð getur einnig falið háskólafundi umfjöllun um fagleg málefni og akademíska stefnumörkun. Háskólafundur er ályktunarbær um þau málefni sem fundurinn telur að varði hag háskólasamfélagsins. Á háskólafundi eiga sæti allir fastráðnir starfsmenn Háskólans á Hólum sem og tíu fulltrúar nemenda. Fulltrúar nemenda skulu kjörnir í sérstökum kosningum til tveggja ára í senn, samkvæmt reglum Háskólaráðs á Hólum um fjölda fulltrúa sem sæti eiga á háskólafundi. Rektor boðar háskólafund og stýrir honum eða felur öðrum stjórn hans. Háskólafund skal halda að minnsta kosti einu sinni á hverju ári. Æski 2/3 hlutar fulltrúa á háskólafundi fundar er rektor skylt að boða til hans.

 

Gangi ykkur öllum vel í prófunum, 🙂

Stúdentaráð Háskólans á Hólum

 

Posted in Fréttir | Leave a comment

Nýtt skólaár, ný stjórn & nýjir viðburðir

Þá er skólinn byrjarður og ný stjórn er tekin við völdum á Hólaskóla, og nú fara hjólin að snúast. Fyrst á dagskrá er Pubquiz á miðvikudaginn(nánari upplýsingar síðar). Svo á fimmtudaginn er okkur boðið á Eyrina þar sem bjór og léttar veitingar verða í boði og hugsanlega kemur rúta og fer með okkur á staðin en nánari upplýsingar koma í næstu viku.
Strax í næstu viku verður sett fram viðburðadagatal.

Nú um helgina munu fulltrúar LÍS koma heim að Hólum en LÍS eru landssamtök íslenskra stúdenta. Þetta er fyrsta þing vetrarins hjá LÍS og munu fulltrúar Stúdentafélags Hólaskóla taka fullan þátt í því. það verður farið yfir lög félagsins og fleira.  Dagskráin er enn í vinnslu en markmiðið er að taka góða vinnusyrpu þannig að á sunnudagskvöldi verði þau með góðan efnivið til þess að vinna áfram með í haust. Fljótt á litið verða eftirfarandi mál í forgrunni: 1. Lög félagsins 2. PR mál og heimasíða 3. Tenging við menntayfirvöld og fjármál Fljótlega eftir að þing er sett verður hópnum skipt í vinnuhópa sem einbeita sér að sínum málefnum. Við lok þingsins kynna svo hóparnir þrír niðurstöður sínar síðan fyrir öllu þinginu, þannig að allir fái tæki færi til þess að koma með tillögur eða athugasemdir.
Hluti fráfarandi stjórnar, og hluti núvernandi stjórnar munu taka vel á móti þeim.

Kv.

Stúdentafélagið

Posted in Fréttir | Leave a comment

Nýtt skólaár :)

Verið velkomin “Heim að Hólum” my dear friends!

Stúdentaráðið er byrjað að vinna vinnuna sína, með því er átt við:

-Söfnun afslátta á Stúdentaskírteinin góðu
-Nemendaaðstaðan er orðin klár til notkunar og opin öllum nemendum skólans. Þar er örbylgjuofn og Senseo kaffivél (fyrir svona kaffipúða, þið vitið) og hver og einn kemur með sína gerð af kaffipúðum og sinn eigin bolla…já við höfum hingað til bara veitt ykkur aðgang að kaffivélinni 🙂

10366315_10204690768607712_484712939557303103_n
-Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 10. september klukkan 19.00. Staðsetning: mjög líklega í stofu 205, fylgist spennt með!
-Á Aðalfundi ætlum við líka að koma af stað nýju Stúdentaráði, svo allir sem vilja geta gefið kost á sér, kynnt sig eða ekki kynnt sig, og sótt um stöðu í ráðinu góða. Nýtt Stúdentaráð, nýir hlutir 🙂

tumblr_lwa4jiwsej1qdu4dpo1_500images (1)

Þetta á nú bara að vera svona stutt og laggóð tilkynning frá okkur í Stúdentafélaginu, svo þar til næst; Lifið heil!

Já og mjög ATH áreiðandi tilkynning frá eldhúsi:

Þeir sem vilja borða heitan mat í hádeginu í mötuneytinu, VERÐA að skrá sig, lítið mötuneyti og ekki of einfalt aðgengi að hráefni! Ef 10 manns eru bara skráðir í heitan mat, þá er bara eldað fyrir 10 manns…æj við erum bara svo lítil og hversu heimskuleg sem þér kann að finnast þessi skráning, þá “er’edda bara svona”. Live with it, eða ekki… 🙂

Posted in Fréttir | Leave a comment

Takk fyrir veturinn! ;*

Nú er komið að lokum hjá okkur þetta skólaár kæru Hólanemar.

Helstu viðburðir okkar voru Hólaballið i byrjun haust, jólaballið, vísindaferðin og auðvitað Árshátíðin. Þetta fór allt fram úr okkar björtustu vonum og vonumst eftir að geta fjölgað viðburðum á næsta skólaári.

Nú á dögunum héldum við grill á sumardeginum fyrsta fyrir nemendur og gesti fyrir framan skólann og áttum við gott kvöld með frábæru fólki.

10310017_10152079655588388_1071113401_o

Síðan var aðalfundur stjórnar á Þriðjudaginn þar sem nemendum var gefið tækifæri á að mæta og ræða málin. Einnig fór stjórnin yfir gang mála og uppgjör.

10338896_10152355209820240_2063538918_n

Stúdentafélagið vill þakka fyrir frábæran vetur og hlakkar til að sjá ykkur aftur í haust.

Gleðilegt sumar!

 

Posted in Fréttir | Leave a comment

Vísindaferð 2014!

Nýr skemmtanastjóri er kominn til starfa og það er hann Óskar Hróbjartsson.

Á Þessari önn verður nóg um að vera í viðburðum hjá Stúdentafélaginu, við byrjum  á þvi að hafa pub quiz á fimmtudaginn 16.jan síðan á laugardaginn 18.janúar verður farið í snilldar vísindaferð á Akureyri.

Dagskrá ferðarinnar

Morgunverðarbrunch í skólanum kl. 09.00-10.00 – Hof hjá Lilju Pálma 10.20-11.20 – Kaffi Rauðka Sigló síðdegissnarl  12.10-13.10 – Ferðaþjónustan Skjaldarvík  14.10-15.10 – Kaldi Bruggverksmiðja 16.00-17.00 – Check in á Hótel Akureyri  17.30 – Pítsahlaðborð á Bryggjunni á Akureyri  19.30 – Pósthúsbarinn 22:30

Sjáumst hress með drykk í hönd.

Við viljum lika minna á að meistaradeildin í hestaíþróttum verður sýnd í nemendaaðstöðunni og drykkjar sala verður á sínum stað.

Posted in Fréttir | Leave a comment